Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   þri 31. janúar 2023 10:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spence búinn í læknisskoðun og fer á láni til Rennes
Mynd: EPA
Djed Spence, hægri bakvörður Tottenham, er búinn í læknisskoðun hjá franska félaginu Rennes og er við það að ganga í raðir þess á láni út tímabilið.

Í lánssamningum verður ekkert kaupákvæði þar sem Tottenham sér fyrir sér að Spence eigi þar framtíð.

Hann var keyptur frá Middlesbrough síðasta sumar en tækifærin í vetur hafa verið af skornum skammti, einungis komið við sögu í fjórum deildarleikjum.

Hann er 22 ára gamall og á að hjálpa Rennes í baráttunni um Evrópusæti. Liðið er í fimmta sæti Ligue 1 sem stendur sem veitir þátttökurétt í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Sex stig eru upp í Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner