Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. mars 2021 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir Már: Væri kannski fínt að spila oftar við Liechtenstein
Icelandair
Birkir í leiknum í kvöld.
Birkir í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var eins og við bjuggumst við, að þeir yrðu til baka og þéttir og við meira með boltann," sagði bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson eftir 4-1 sigur gegn Liechtenstein í kvöld.

Birkir skoraði sitt þriðja landsliðsmark í dag en tvö af þeim hafa komið gegn Liechtenstein.

„Það væri kannski fínt að spila oftar gegn Liechtenstein, þá næ ég kannski að skora eitthvað," sagði Birkir Már léttur í samtali við RÚV.

„Það er alltaf erfitt að brjóta niður svona lið sem liggja svona lágt og eru þéttir. Það er erfitt að finna glufur á milli. Um leið og við settum tempóið upp og fórum aðeins á bak við þá, þá opnaðist þetta."

„Ég held að það sé búið að ganga fínt að drilla þetta og þetta á eftir að verða betra og betra," sagði Birkir um það hvernig nýir landsliðsþjálfarar hafa verið að koma inn.
Athugasemdir
banner
banner