Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 31. mars 2023 14:30
Elvar Geir Magnússon
Tuchel tjáir sig um áfallið þegar hann var rekinn frá Chelsea
Mynd: EPA
Thomas Tuchel hefur viðurkennt að viðskilnaðurinn við Chelsea svíði enn. Þjóðverjinn hefur nýjan kafla á ferli sínum á morgun þegar hann stýrir Bayern München gegn sínu fyrrum félagi, Borussia Dortmund.

Snemma á þessu tímabili var Tuchel rekinn frá Chelsea en hjá félaginu vann hann Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða.

„Þetta var áfall," segir Tuchel um það þegar hann var rekinn frá Chelsea. Eigandi Chelsea, Todd Boehly, ákvað að rífa í gikkinn og láta Tuchel fara. Ákvörðun sem er og var mjög umdeild.

„Ég fann furðulega tilfinningu þegar ég ók á æfingasvæðið. Þetta virtist ætla að verða óvenjulegur fundur. Hann reyndist vera mjög stuttur. Klukkan var 8 um morguninn og fundurinn stóð yfir í þrjár til fimm mínútur. Ég var ekki í skapi til að tala mikið lengur."

„Ákvörðun hafði verið tekin og þetta var áfall fyrir okkur alla í teyminu. Við höfðum á tilfinningunni að við værum á réttri leið, við gætum afrekað stóra hluti og vildum vera lengur."

„Svo einfalt er það. Við höfðum myndað sterkt samband við erfiðar aðstæður. Það var Covid þegar við byrjuðum, Brexit og svo komu eigendaskipti. Þetta var samheldinn hópur en ákvörðunin var ekki í mínum höndum. Skyndilega var ég ekki lengur hluti af þessum hóp sem var eins og fjölskylda."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner