Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 17:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bæjarstjórinn gæti spilað með Hvergerðingum í sumar
Skoraði tíu mörk með Fjölni í Lengjudeildinni 2010.
Skoraði tíu mörk með Fjölni í Lengjudeildinni 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gamla brýnið Pétur Georg Markan verður til taks fyrir Hamar í sumar en þetta staðfestir Valdimar Unnar Jóhannsson, þjálfari Hamars, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Pétur er fæddur árið 1981 og lék síðast með Herði Ísafirði árið 2018. Hann var fyrir ári síðan ráðinn bæjarstóri í Hveragerði.

„Pétur Markan skipti yfir, bæjarstjórinn sjálfur. Hann sagðist geta tekið einhverjar mínútur í sumar ef vantaði. Ég sá hann á firmamóti um síðustu helgi og hann leit ágætlega þar. Við sjáum hvort hann geti ekki komið með einhverjar innkomu síðustu tíu mínúturnar eða eitthvað. Við erum að sækja í reynsluna," segir Unnar.

„Það eru ekki mörg lið sem eru með bæjarstjórann í hóp," bætti þjálfarinn við.

Pétur á að baki 283 meistaraflokksleiki og hefur í þeim skorað 95 mörk. Hamar verður í 4. deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner