Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mið 31. maí 2023 23:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Noregur: Ingibjörg skoraði í stórsigri í bikarnum - Selma Sól einnig áfram
Ingibjörg Sigurðardóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingaliðin Rosenborg og Valerenga eru komin áfram í 16 liða úrslit norska bikarsins. Valerenga valtaði yfir Porsanger í dag og Rosenborg vann Tiller.

Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði síðasta mark Valerenga í 6-0 sigri en Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliði Rosenborg sem vann 1-0.

Rosenborg mætir Lilleström í næstu umferð og Valerenga mætir Medkila sem leikur í næst efstu deild.

Valerenga er á toppnum í efstu deild, með 9 stiga forskot á Rosenborg sem er í 2. sæti en á leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner