Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 31. júlí 2022 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM kvenna í dag - Kemur fótboltinn heim?
Kvenaboltinn
Mynd: EPA

EM kvenna á Englandi hefur verið mikil skemmtun en nú er komið að úrslitastund.


Heimakonur mæta Þýskalandi í úrslitum en leikurinn hefst kl 16 og er í beinni útsendingu á Rúv.

Þýskaland er sigursælasta lið keppninnar en þær hafa unnið EM átta sinnum. Síðast í Svíþjóð árið 2013.

England hefur hins vegar aldrei unnið áður en besti árangur þeirra er annað sætið í Finnlandi árið 2009. Sarina Wiegman þjálfari enska liðsins vann EM í Hollandi árið 2017 með hollenska liðinu.

EM kvenna - Úrslit
16:00 England - Þýskaland


Athugasemdir