Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 31. júlí 2022 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo ánægður með að vera kominn aftur
Mynd: EPA

Cristiano Ronaldo spilaði sinn fyrsta leik í dag undir stjórn Erik ten Hag en hann hefur verið í leyfi vegna persónulegra ástæðna.


Hann spilaði fyrri hálfleikinn en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Amad Diallo kom inná i hans stað og skoraði mark United í 1-1 jafntefli.

Það vakti athygli að Ronaldo sást fyrir utan leikvanginn í hálfleik en hann yfirgaf völlinn ásamt nokkrum öðrum leikmönnum liðsins áður en leiknum lauk. Félagið hefur ekki gert neinar athugasemdir við það.

Ronaldo deildi mynd á Twitter eftir leikinn þar sem hann sagðist vera ánægður að vera kominn aftur en fréttir hafa farið af stað um að hann vilji fara frá félaginu.


Athugasemdir
banner