Daniel James skrifaði í dag undir fimm ára samning við Leeds United en hann kemur frá Manchester United. Þetta kemur fram á heimasíðu Leeds.
Manchester United er vel mannað sóknarlega og eftir komu Cristiano Ronaldo þá er ljóst að spiltími James yrði ekki mikill á leiktíðinni.
Leeds var með hraðar hendur og náði samkomulagi við Man Utd um kaup á James en kaupverðið er 30 milljónir punda.
James skrifaði undir fimm ára samning við Leeds en hann var kynntur nú rétt í þessu.
Velski vængmaðurinn var nálægt því að ganga í raðir Leeds tímabilið 2018-2019 en samkomulag náðust ekki. James var búinn að skrifa undir, taka myndir af sér í treyjunni og allt klárt hans megin en það gekk ekki upp.
Nú er hann mættur til Leeds og verður fróðlegt að sjá hvort félagið bæti við sig fleiri leikmönnum áður en glugginn lokar.
Athugasemdir