Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 31. ágúst 2021 19:04
Victor Pálsson
De Jong á leið til Barcelona
Framherjinn Luuk de Jong er á leið til spænska stórliðsins Barcelona frá Sevilla.

Frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano í kvöld en hann þekkir félagaskiptamarkaðurinn betur en flestir.

De Jong hefur spilað með Sevilla undanfarin tvö ár en hefur þó aðeins gert tíu mörk í 69 deildarleikjum.

Fyrir það spilaði De Jong við góðan orðstír hjá PSV Eindhoven og raðaði inn mörkum í Hollandi.

De Jong er 31 árs gamall og þekkir stjóra Barcelona vel, Ronald Koeman, sem er fyrrum landsliðsþjálfari Hollands.

Athugasemdir
banner
banner