Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 31. ágúst 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: bold.dk 
HSV hefur áhuga á Mikael - Neitaði Lokomotiv
Mikael Neville
Mikael Neville
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael Neville Anderson er þessa stundina með íslenska A-landsliðinu sem undirbýr sig fyrir þrjá heimaleiki í undankeppni fyrir HM í Katar.

Mikael var ekki í leikmannahópi Midtjylland í síðasta deildarleik fyrir landsleikjahlé og er möguleiki á að hann yfirgefi danska félagið.

Samkvæmt heimildum bold.dk er þýska félagið HSV sagt hafa áhuga á því að fá Mikael á láni. Þá kemur fram að danskt félag í efstu deild vilji kaupa Mikael.

Midtjylland hefur ekki mikinn áhuga á því að selja Mikael til félags sem er í baráttu við Midtjylland í deildinni. Áður hefur komið fram að AGF hafi áhuga á Mikael en ekki er ljóst hvort AGF sé það félag sem hafi áhuga í þetta skiptið.

Sjá einnig:
AGF sagt hafa boðið 120 milljónir króna í Mikael

Mikael er samningsbundinn fram á sumarið 2023 og í grein bold kemur fram að það sé næsta víst að þolinmæði Mikaels hjá Midtjylland sé nálægt því að vera á þrotum og hann sé tilbúinn í nýja áskorun.

Bold greinir þá frá því að Mikael hafi sjálfur neitað Lokomotiv Moskvu í sumar þar sem hann vill ekki fara til Rússlands á þessum tímapunkti á ferlinum.
Athugasemdir
banner