Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 31. október 2020 17:46
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Rodri og Zouma bestir - Hrikaleg frammistaða Burnley
Mynd: Getty Images
Mynd: Twitter
Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir fyrstu tvo leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Rodri var besti maður vallarins og fékk 8 í einkunn er Manchester City lagði Sheffield United að velli.

Enginn leikmaður fékk jafnháa einkunn og Rodri en lélegasti maður vallarins var David McGoldrick sem kom inn af bekknum í liði heimamanna og fékk 4 í einkunn.

Sheffield Utd: Ramsdale (7), Basham (7), Egan (7), Stevens (7), Baldock (7), Berge (7), Ampadu (6), Lowe (6), Osborn (6), McBurnie (5), Brewster (5).
Varamenn: Lundstram (6), Norwood (5), McGoldrick (4)

Man City: Ederson (6), Walker (7), Dias (7), Laporte (7), Cancelo (7), Silva (7), Rodri (8), De Bruyne (7), Mahrez (6), Torres (7), Sterling (7).
Varamenn: Foden (5)



Chelsea lagði þá Burnley á útivelli og var miðvörðurinn Kurt Zouma besti maður vallarins.

Zouma og Werner eru einu leikmenn vallarins sem fengu 8 í einkunn enda komust þeir báðir á blað í sannfærandi 0-3 sigri. Hakim Ziyech átti einnig góðan leik þar sem hann skoraði og lagði upp en fékk 7 fyrir sinn þátt.

Enginn í liði Burnley fær meira en 5 í einkunn. Nick Pope og Dale Stephens, sem kom inn í liðið fyrir hinn meidda Jóhann Berg Guðmundsson, voru verstir á vellinum og fengu 4.

Burnley: Pope (4), Lowton (5), Long (5), Tarkowski (5), Taylor (5) , Stephens (4), Brownhill (5), Westwood (5), McNeil (5), Barnes (5), Wood (5)
Varamaður: Rodriguez (5)

Chelsea: Mendy (7), James (7), Silva (7), Zouma (8), Chilwell (7), Kante (7), Werner (8), Havertz (7), Mount (7), Ziyech (7), Abraham (7)
Varamaður: Hudson-Odoi (7)
Athugasemdir
banner
banner
banner