Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 31. október 2024 19:26
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid styrkir fórnarlömbin í Valencia
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid hefur styrkt fórnarlömb hamfaranna í Valencia um eina milljón evra en þetta kemur fram í yfirlýsingu Madrídinga í dag.

Yfir 140 manns hafa týnt lífi sínu í hamfaraflóði í Valencia og stendur nú yfir þriggja daga þjóðarsorg á Spáni.

Allir leikir sem áttu að fara fram í héraðinu í deild- og bikar í miðri viku og um helgina hefur verið frestað.

Tjónið er bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt, en Real Madrid hefur ákveðið að styrkja fórnarlömb flóðsins um eina milljón evra og hvetur það önnur félög til að gera slíkt hið sama.


Athugasemdir
banner
banner