Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 05. ágúst 2019 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 9. sæti
Wolves
Úlfarnir náðu Evrópusæti sem nýliðar.
Úlfarnir náðu Evrópusæti sem nýliðar.
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo.
Nuno Espirito Santo.
Mynd: Getty Images
Ruben Neves.
Ruben Neves.
Mynd: Getty Images
Raul Jimenez var markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili með 17 mörk.
Raul Jimenez var markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili með 17 mörk.
Mynd: Getty Images
Hvað gera Úlfarnir á þessu tímabili?
Hvað gera Úlfarnir á þessu tímabili?
Mynd: Getty Images
Áfram kynnum við liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Úlfunum (Wolves) er spáð níunda sæti.

Um liðið: Úlfarnir voru nýliðar í fyrra og það var alveg ljóst að þeir ætluðu sér meira en að halda sér uppi. Þeir gerðu gott betur en það, enduðu í sjöunda sæti og náðu sæti í Evrópudeildinni. Nú reynir enn meira á liðið, það þarf að hugsa bæði um úrvalsdeildina og Evrópudeildina, ef liðið kemst í riðlakeppnina þar.

Staða á síðasta tímabili: 7. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Stjórinn: Nuno Espirito Santo er búinn að gera frábæra hluti með Úlfana. Hann kom liðinu upp úr Championship og vakti mikla athygli með því að koma liðinu í Evrópukeppni á fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hann er búinn að móta skemmtilegan hóp og vill hann helst spila þriggja manna vörn með Jimenez og Jota frammi. Nuno er með reynslu hjá öflugum félögum á borð við Porto og Valencia, og hann hefur reynst Úlfunum afskaplega vel.

Styrkleikar: Hópurinn er vel samansettur, mikið af portúgölskum leikmönnum sem eru farnir að þekkja vel inn á hvorn annan. Það er mikil stemning í kringum Wolves og það verður gaman að sjá hvort liðið geti bætt sig frá síðustu leiktíð.

Veikleikar: Úlfarnir áttu það til að stríða stóru liðunum á síðasta tímabili. Það gekk ekki eins vel gegn slakari liðunum sem lágu aftar á vellinum. Nuno þarf að finna lausnir.

Talan: 39. Eftir 39 ár eru Úlfarnir komnir aftur í Evrópukeppni.

Lykilmaður: Ruben Neves. Miðjumaður sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Það var talið magnað þegar Wolves keypti hann frá Porto í Championship-deildinni á sínum tíma. Leikmaður sem hafði verið orðaður við stórlið í Evrópu. Gæti í vetur tekið næsta skref í þróun sinni sem leikmaður. Hann er með reynslumikinn mann við hlið sér á miðjunni, Joao Moutinho. Það er hollt og gott fyrir hann.

Fylgstu með: Patrick Cutrone. Sóknarmaður sem Úlfarnir voru að kaupa af AC Milan. Spennandi strákur sem gaman verður að fylgjast með í ensku úrvalsdeildinni.

Tómas Þór Þórðarson - Ritstjóri enska boltans hjá Símanum
„Þrátt fyrir digra sjóði og auðvelt aðgengi að góðum leikmönnum virðist Nuno ætla passa sig að gera ekki of mikið af breytingum. Úlfarnir eru búnir að negla niður bestu lánsmennina á lengri samninga en fá einn frá Real á láni. Úlfarnir halda áfram að vera fyrir ofan strik því ef í harðbakkann slær græja þeir bara góða leikmenn í janúar til að redda málunum. Stjórinn virðist alveg vera með þetta og liðið getur spilað góðan bolta."

Undirbúningstímabilið:
Newcastle 0 - 4 Wolves
Wolves 0 - 0 Manchester City
Wolves 2 - 0 Crusaders (Evrópudeildin)
Crusaders 1 - 4 Wolves (Evrópudeildin)

Komnir:
Raul Jimenez frá Benfica - 30 milljónir punda
Leander Dendoncker frá Anderlecht - Kaupverð ekki gefið upp
Jesus Vallejo frá Real Madrid - Á láni
Patrick Cutrone frá AC Milan - 16 milljónir punda

Farnir:
Helder Costa til Leeds - Á láni
Kortney House til Aston Villa - 3 milljónir punda
Ivan Cavaleiro til Fulham - Á láni
Rafa Mir til Nottingham Forest - Á láni

Þrír fyrstu leikir: Leicester (Ú), Manchester United (H), Burnley (H)

Þeir sem spáðu: Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Wolves, 101 stig
10. West Ham, 88 stig
11. Watford, 75 stig
12. Bournemouth, 66 stig
13. Aston Villa, 65 stig
14. Southampton, 59 stig
15. Crystal Palace, 53 stig
16. Burnley, 39 stig
17. Newcastle, 33 stig
18. Brighton, 23 stig
19. Norwich, 19 stig
20. Sheffield United, 13 stig

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner