Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 26. mars 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Maggi Bö velur draumalið Crystal Palace
Andy Johnson er frammi.
Andy Johnson er frammi.
Mynd: Getty Images
Maggi Bö er með Crystal Palace húðflúr.
Maggi Bö er með Crystal Palace húðflúr.
Mynd: Fótbolti.net - Brynjar Ingi
Luka Milivojevic.
Luka Milivojevic.
Mynd: Getty Images
Glenn Murray.
Glenn Murray.
Mynd: Getty Images
Þar sem enginn fótbolti er í gangi á Englandi þessa dagana þá er tilvalið að líta aðeins um öxl. Fótbolti.net fékk Magnús Val Böðvarsson, stuðningsmann Crystal Palace, til að velja úrvalslið leikmanna sem hafa spilað með liðinu í gegnum tíðina.

Sjá einnig:
Kristján Atli velur druamalið Liverpool
Kristján Óli velur druamalið Liverpool
Siggi Helga velur draumalið Manchester City
Jóhann Már velur draumalið Chelsea
Hjálmar Örn velur draumalið Tottenham
Tommi Steindórs velur draumalið Crystal PalaceMarkvörður: Nigel Martyn
Man bara eftir seinustu árunum hans hjá Palace en hann er í miklum metum hjá mér og var frábær hjá Leeds eftir að hafa verið hjá Palace. Speroni þarf að setjast á bekkinn en hann er auðvitað
goðsögn hjá Palace en Martyn var bara betri markvörður.

Hægri bakvörður: Danny Butterfield
Hefði auðveldlega getað valið betri leikmann í þessa stöðu en vel leikmann sem var í miklu uppáhaldi hjá mér. Bakvörður sem skoraði aldrei en leysti stöðu framherja í einum leik vegna meiðsla og setti þrennu, gleymi þessu aldrei. Landsliðsþjálfari Englands Southgate fær sér sæti á bekknum því ég sá hann of lítið.

Miðvörður: Chris Coleman
Var frábær leikmaður og líklega enn betri stjóri eftir að hann hætti. Mig langaði að setja einn hvítan hest í miðvörðinn í Darren Ward sem var annar sem ég fílaði og var af eldgamla skólanum en hann spilaði bara tvö season og því Coleman inni.

Miðvörður: Paddy McCarthy
Góður miðvörður af gamla skólanum sem hefur lengi verið í Palace fær sætið í staðinn fyrir Jose Fonte sem stakk okkur af til að fara til Southamton í 3. efstu deild á sínum tíma.

Vinstri bakvörður: Clint Hill
Annar gæji sem ég hélt mikið uppá. Mikill leiðtogi, fékk fullt af rauðum spjöldum og algjörlega af gamla skólanum. Patrick Van Aanholt fær að vera á bekknum því Hemmi Hreiðars spilaði alltof stutt fyrir Palace.

Hægri kantur: Viktor Moses
Frábærir hæfileikar og var góður hjá Palace en fór alltof snemma. Peningarnir fengu að ráða og það er kannski ástæðan afhverju hann varð ekki ennþá betri. Valið stóð á milli hans og Yannick Bolasie sem var frábær fyrir Palace en var seldur á skemmtilegan pening sem var bara gjöf frá Everton.

Miðja: Darren Ambrose
Var mjög hrifinn af þessum skotmikla miðjumanni, dýrkaði hann. Hefði verið gaman að setja Edgar Davids þarna en hann spilaði bara 6 leiki fyrir Palace þegar hann var alveg kominn yfir sitt besta.

Miðja: Luka Milivojevic
Sá miðjumaður sem er í uppáhaldi hjá mér í dag. Besta vítaskytta í heimi líka. Man of lítið eftir Atillo Lombardo þannig ég gat ekki valið hann. Næstur á blað var samt Mile Jedinak.

Vinstri kantur: Wilfried Zaha
Þarfnast engar frekari útskýringa. Zaha er líklega mest ógnandi og skapandi leikmaður í sögu palace þó hann mætti skora aðeins meira

Frammi: Andy Johnson
Líklega mesta goðsögn í sögu Palace. Hljóp álíka hratt og Usain Bolt og fékk líklega 4000 víti og skoraði eins og vitleysingur. Geggjaður gæi. Clinton Morrison fær shout hérna ásamt Dwaight Gayle en ekki hægt að slá Johnson út.

Frammi: Glenn Murray
Gamli skólinn upp á sitt besta, skoraði alltaf þegar hann spilaði, með tvo hraða kantara kom hann sér alltaf í færi, alvöru target striker. Man lítið eftir Ian Wright hjá Palace vegna aldurs en hann væri líklega þarna undir eðlilegu vali.

Bekkur: Speroni, Southgate.Van Aanholt, Fonte, Jedinak, Ian Wright, Clinton Morrison.
Athugasemdir
banner
banner