Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. september 2011 20:37
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Jafnt í opnunarleik AC Milan og Lazio
Djibril Cisse að fagna fyrsta marki sínu fyrir Lazio.
Djibril Cisse að fagna fyrsta marki sínu fyrir Lazio.
Mynd: Getty Images
Antonio Cassano fagnar í  kvöld með Albertro Aquilani.
Antonio Cassano fagnar í kvöld með Albertro Aquilani.
Mynd: Getty Images
AC Milan 2 - 2 Lazio
0-1 Miroslav Klose ('12)
0-2 Djibril Cisse ('21)
1-2 Zlatan Ibrahimovic ('29)
2-2 Antonio Cassano ('33)

Fyrsti leikur 2011-12 tímabilsins í ítölsku Seríu-A deildinni var spilaður á San Siro þar sem meistararnir í AC Milan hófu titilvörn sína gegn Lazio.

Milan byrjaði með svipað byrjunarlið og það sem vann deildartitilinn síðasta tímabil fyrir utan það að Alberto Aquilani tók stöðu Andrea Pirlo sem fór til Juventus í sumar. Lazio var hins vegar með mikið af nýjum mönnum í sínu byrjunarliði en Bizzarri, Dias, Cisse og Klose voru allir að leika sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið.

Leikurinn byrjaði fjörlega þegar Alberto Aquilani slapp í gegnum vörn Lazio eftir góða sendingu frá Zlatan Ibrahimovic en Bizzarri var snöggur af línunni og varði vel. Stuttu síðar voru gestirnir komnir yfir, þá átti Stefano Mauri frábæra sendingu inn á Miroslav Klose sem lék á Alessandro Nesta og skoraði af stuttu færi.

Á 21. mínútu tókst gestunum svo að tvöfalda forskot sitt eftir góða fyrirgjöf hjá Mauri sem rataði beint á hausinn á Djibril Cisse sem stangaði boltann örugglega inn. Það leið þó ekki langur tími þar til Ibrahimovic minnkaði muninn fyrir heimamenn.

Aquilani átti þá stórkostlega sendingu innfyrir vörn Lazio þar sem Antonio Cassano tók boltann niður og gaf fyrir markið á Ibrahimovic sem skoraði örugglega standandi andspænis auðu marki. Fjórum mínútum síðar fékk Milan svo hornspyrnu sem Cassano skallaði í netið eftir að varnarmaður Lazio missti af boltanum.

Klose og Hernanes komust svo báðir nálægt því að koma gestunum aftur yfir en skot þeirra fóru bæði framhjá marki Milan. Staðan var því 2-2 eftir svakalegan fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var rólegri en sá fyrri. Heimamenn stjórnuðu spilinu algjörlega á meðan gestirnir beittu skyndisóknum og það var lítið af færum. Besta færi hálfleiksins fékk Cassano þegar hann átti skot í stöngina rétt áður en Djibril Cisse komst nálægt því að tryggja Lazio sigur þegar hann var einn á móti marki en Nesta bjargaði í hornspyrnu á elleftu stundu.

Lokatölur leikisns voru því 2-2 og byrja AC Milan titilvörn sína hikstandi.

AC Milan (4-3-1-2): Abbiati - Abate, Nesta, Silva, Antonini - Aquilani, Ambrosini, Gattuso - Boateng - Ibrahimovic, Cassano

Lazio (4-2-3-1): Bizzarri - Konko, Biava, Dias, Zauri - Ledesma, Brocchi - Mauri, Hernanes, Cisse - Klose
banner
banner
banner