Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 01. janúar 2016 18:00
Arnar Geir Halldórsson
Liverpool að kaupa sænskan miðjumann?
Forsberg í leik með sænska landsliðinu
Forsberg í leik með sænska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool hefur mikinn áhuga á Emil Forsberg ef marka má heimildir þýska dagblaðsins Bild.

Forsberg er 24 ára gamall miðjumaður sem leikur með þýska B-deildarliðinu Red Bull Leipzig en liðið er á toppi B-deildarinnar.

Klopp er sagður vera tilbúinn að eyða 9 milljónum evra í þennan sænska landsliðsmann.

Forsberg lék með Malmö áður en hann hélt til Þýskalands og var valinn besti miðjumaður sænsku deildarinnar árið 2014.

Hann á 13 landsleiki að baki fyrir A-landslið Svíþjóðar og hefur skorað í þeim eitt mark.

Athugasemdir
banner
banner