Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 26. febrúar 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Rúnar Már spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Getty Images
Rúnar telur að Arsenal vinni sína menn í Manchester United.
Rúnar telur að Arsenal vinni sína menn í Manchester United.
Mynd: Getty Images
City landar titli um helgina samkvæmt spá Rúnars.
City landar titli um helgina samkvæmt spá Rúnars.
Mynd: Getty Images
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var með fimm rétta þegar hann spáði í leikina í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður og leikmaður GIF Sundsvall, spáir í leikina að þessu sinni.

Átta leikir eru í ensku úrvalsdeildinni en Rúnar spáði einnig í úrslitaleik enska deildabikarsins sem og einn leik í Championship.



West Ham 3 - 0 Sunderland (12:45 á morgun)
Þetta er öruggur sigur hjá West Ham og ástarsamband Bilic og Payet heldur áfram.

Leicester 2 - 0 Norwich (15:00 á morgun)
Vona svo innilega að Leicester verði meistarar svo ég spái þeim þægilegum sigri. Ætla gerast svo djarfur að spá því að Vardy og Mahrez verði aðalmennirnir bakvið sigurinn.

Southampton 1 - 2 Chelsea (15:00 á morgun)
Chelsea á fínu skriði og Hazard að spila vel. Það þýðir 3 öflugir punktar á erfiðum útivelli.

Stoke 2 - 0 Aston Villa (15:00 á morgun)
Villa menn eru alveg hörmulegir, skyldusigur hjá heimamönnum.

Watford 1 - 1 Bournemouth (15:00 á morgun)
Þvílíkur leikur...

WBA 0 - 0 Crystal Palace (17:30 á morgun)
Nei heyrðu þessi er ennþá verri! Pulis nær í gott stig á heimavelli.

Man Utd 2 - 3 Arsenal (14:05 á sunnudag)
Væri ánægður með jafntefli sem Man Utd maður.. Hörmulegt að þurfa að viðurkenna að Arsenal eru einfaldlega mikið betra lið, eru líka 1-2 meiddir hjá mínum mönnum!

Tottenham 2 - 1 Swansea (14:05 á sunnudag)
Tottenham halda áfram sínu flotta gengi og vinna mikilvægan sigur, Kane-train með eitt ef ekki tvö.

Úrslitaleikur deildabikarsins

Liverpool 0 - 2 Man City (16:30 á sunnudag)
City skora í sitthvorum hálfleiknum og vinna þægilegan sigur. Gæðin einfaldlega meiri hjá þeim.

Championship:

Wolves 0 - 1 Derby (12:30 á morgun)
Iðnaðarsigur hjá Derby sem þurfa að vinna til að halda í vonina um að komast beint upp.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Arnór Atlason (5 réttir)
Bjarni Benediktsson (5 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Dagur Sigurðsson (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner
banner