Mirza líklega frá út tímabilið
Breytingar verða á leikmannahópi Víkings Ólafsvíkur í félagaskiptaglugganum í júlí.
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings, segir að ljóst sé að einhverjir leikmenn fari frá félaginu þá.
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings, segir að ljóst sé að einhverjir leikmenn fari frá félaginu þá.
„Við erum með 4-5 leikmenn sem eru með samning til 15. júlí. Við höfðum þennan tíma til að skoða þá betur og ég tek fljótlega ákvörðun um framhaldið," sagði Ejub eftir 2-0 tapið gegn Víkingi R. í gærkvöldi.
Ejub vill ekki segja um hvaða leikmenn er að ræða.
„Það er ljóst að einhverjir þeirra fara. Það kemur í ljós hverjir það eru. Það er betra að tala við þá fyrst," sagði Ejub og brosti.
Sænski varnarmaðurinn Mirza Mujcic hefur misst af síðustu fjórum leikjum vegna meiðsla og Ejub óttast að hann verði frá keppni út tímabilið.
Spænski miðjumaðurinn Alonso Sanchez er einnig meiddur og þá var Kenan Turudija í banni í gær.
Ólafsvíkingar voru einungis með fimm varamenn í gær og reikna má með að þeir bæti eitthvað við hópinn þegar félagaskiptalugginn opnar þann 15. júlí.
Athugasemdir