Andri Rúnar Bjarnason, framherji Helsingborg, hefur klifið metorðastigann hratt undanfarin ár.
Hinn 28 ára gamli Andri jafnaði markametið í Pepsi-deildinni 2017 og í fyrra varð hann markakóngur í sænsku B-deildinni með Helsingborg. Þá hefur hann einnig leikið sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd.
Hinn 28 ára gamli Andri jafnaði markametið í Pepsi-deildinni 2017 og í fyrra varð hann markakóngur í sænsku B-deildinni með Helsingborg. Þá hefur hann einnig leikið sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd.
Magnús Már Einarsson settist niður með Bolvíkingnum í Katar í síðustu viku og ræddi við hann um uppganginn undanfarin ár.
Meðal efnis..... Byrjun ferilsins fyrir vestan, tilboð úr efri deildum, áhugaverður háskólabolti í Bandaríkjunum, morgnar á hlaupabrettinu, mörk frá miðju, breytt hugarfar, vítaklikk í leit að markametinu, takkaskórnir sem gleymdust, NBA, liðsfélaginn sem sló í gegn á HM, Manchester United og margt fleira.
Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir