Valdimar Þór Ingimundarson skoraði tvö mörk og lagði einnig upp þegar Fylkir vann 4-3 sigur á þáverandi toppliði Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni í gærkvöldi.
„Skítlétt að velja mann leiksins. Valdimar var geggjaður í kvöld. Tvö mörk, stoðsending, barátta, hlaup, leikgleði... það var allt til staðar," sagði Elvar Geir Magnússon í skýrslu sinni frá Fylkisvellinum. Hann er leikmaður áttundu umferðarinnar að mati Fótbolta.net.
„Skítlétt að velja mann leiksins. Valdimar var geggjaður í kvöld. Tvö mörk, stoðsending, barátta, hlaup, leikgleði... það var allt til staðar," sagði Elvar Geir Magnússon í skýrslu sinni frá Fylkisvellinum. Hann er leikmaður áttundu umferðarinnar að mati Fótbolta.net.
„Þetta var mjög góður sigur á móti toppliðinu. Við förum sáttir inn í helgina," sagði Valdimar við Fótbolta.net eftir sigurinn í gær. „Að skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera sigur og ef við hefðum misst þetta þá hefði þetta verið rosalega fúlt. Mér fannst þetta full-tæpt."
Fylkismenn voru ívið sterkari í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleiknum.
„Við komum sterkir í þennan leik, vorum fastir fyrir og vorum ekki að gefa þeim neitt. Þeir voru í miklu veseni og við héldum því áframí seinni hálfleik eins og við gátum. Við vorum búnir að fara vel yfir Blikana. Þetta var frábærlega uppsettur leikur hjá þjálfurunum og þeir eiga hrós skilið."
Valdimar var sáttur með sína eigin frammistöðu, en það var ekki það mikilvægasta að hans mati.
„Að sjálfsögðu er ég sáttur en þrír punktar eru númer eitt, tvö og þrjú."
Aðspurður að því hvort Blikarnir hafi verið daprari en hann bjóst við sagði hann: „Ég veit það ekki. Ég horfi voða lítið á fótbolta þannig að ég veit ekki hvernig þeir spila vanalega," sagði Valdimar sem er tvítugur að aldri.
„Ótrulega efnilegur og góður leikmaður"
Ólafur Ingi Skúlason, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður Fylkis, ræddi aðeins um Valdimar í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag.
„Hann er frábær leikmaður. Hann þarf kannski að finna stöðugleika í sínum leik, hann er náttúrulega ungur leikmaður, en hann er ótrúlega efnilegur og góður leikmaður. Hann hefur verið að vaxa með árunum," sagði Ólafur Ingi.
„Hann naut sín í botn í gær og það hjálpaði honum að við vorum með tvo framherja. Hann gat verið að stinga sér í kringum þá og verið að koma undir. Hann var mjög öflugur í gær, eins og allt liðið."
Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.
Sjá einnig:
Bestur í 7. umferð: Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Bestur í 6. umferð: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Bestur í 5. umferð: Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 4. umferð: Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Bestur í 3. umferð: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Athugasemdir