lau 27. júlí 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Jói Skúli spáir í 14. umferðina í Pepsi Max
Jóhann Skúli.
Jóhann Skúli.
Mynd: Úr einkasafni
Skorar Arnar Sveinn?
Skorar Arnar Sveinn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
14. umferðin í Pepsi Max-deild karla hefst á sunnudaginn með fjórum leikjum. Umferðin lýkur síðan á mánudaginn með tveimur leikjum.

Jóhann Skúli Jónsson, þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttarins Draumaliðið spáir í 14. umferð Pepsi Max-deildarinnar en Guðmundur Hilmarsson blaðamaður á Morgunblaðinu spáði þremur leikjum rétt í 13. umferðinni.

Grindavík 0 - 0 ÍBV (16:00 á sunnudag)
Klárt.

KA 2 - 1 FH (17:00 á sunnudag)
Ég hef alltaf náð vel saman með fólki fyrir norðan og nú er komið að sigri. The Bash Brothers frá Húsavík skora mörkin fyrir KA og HOB22 hendir sér í markabónus sem fer i debet skuldunautar.

ÍA 1 - 2 Valur (19:15 á sunnudag)
Ég verð að spá mínum mönnum sigri en er mjög stressaður. Andri Adolphs skorar tvö og Árni Snær skorar fyrir Skagann.

Fylkir 0 - 3 KR (19:15 á sunnudag)
Því innilega miður. Arnþór Ingi, sem enn er að hrista af sér fat shaming Bylgjuna sem Logi kallaði yfir hann í Pepsi mörkunum, skorar eitt og Óskar Örn tvö í einstaklega öruggum sigri.

Víkingur R. 1 - 1 Breiðablik (19:15 á mánudag)
Arnar Sveinn skorar. Hann er rétt nýbúinn að hrista af sér kaddýskituna í fótboltagolfinu um daginn en er kominn a ról. Sölvi jafnar seint.

HK 2 - 2 Stjarnan (19:15 á mánudag)
Valgeir ekki sonur Valgeirs Guðjónssonar mun halda uppteknum hætti og skorar eitt fyrir HK í skemmtilegasta leik umferðarinnar. Síðan skorar Steini tvö fyrir Trésleifina en lánshæfismatið AAA í dauðafæri sem hann klúðrar en Börkur tæklar inn frákastið.

Sjá einnig:
Gói Sportrönd (5 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Guðmundur Hilmarsson (3 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (3 réttir)
Lárus Guðmundsson (3 réttir)
Lucas Arnold (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Davíð Smári Helenarson (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Böðvar Böðvarsson (1 réttur)
Fanndís Friðriksdóttir (1 réttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner