Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 08. ágúst 2019 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 15. umferð: Auðveldar mér fyrir á vellinum
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Mikkelsen í leiknum gegn KA í gær.
Mikkelsen í leiknum gegn KA í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikkelsen er kominn með átta mörk í Pepsi Max-deildinni.
Mikkelsen er kominn með átta mörk í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var mjög ánægður að skora tvö mörk, en það mikilvægasta var að komast aftur á skrið með góðum sigri og frammistöðu," segir Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks. Hann er leikmaður 15. umferðar Pepsi Max-deildarinnar eftir góða spilamennsku í 4-0 sigrinum á KA í gær.

„Mikkelsen átti frábæran leik, var síógnandi í kvöld. Skoraði 2 mörk og fékk aukaspyrnuna sem Alexander Helgi skoraði úr, KA menn réðu ekkert við Mikkelsen í þessum ham," skrifaði Egill Sigfússon í skýrslu sinni.

Mikkelsen er í öðru sæti í baráttunni um gullskóinn með átta mörk. Hann segist nokkuð sáttur með sína frammistöðu í sumar.

„Ég er ánægður með mitt tímabil hingað til, en ég veit líka að get mikið betur. Ég held að það muni koma hjá mér í næstu leikjum," segir Mikkelsen.

Þegar sjö umferðir eru eftir eru Blikar í öðru sæti 10 stigum á eftir KR-ingum.

„Það verður erfitt að ná þeim þar sem þeir eru 10 stigum á undan, en við verðum bara að taka einn leik í einu og sjá hvað gerist. Við verðum að treysta á það að KR tapi stigum."

Hinn danski Mikkelsen kom til Íslands um mitt síðasta sumar og hér liður honum mjög vel. „Ég kann mjög vel við mig hjá Breiðablik, það eru góðir liðsfélagar og ég er mjög hérna."

„Það er gott að vera í Breiðablik og á Íslandi. Það hefur reynst fjölskyldu minni vel og það auðveldar mér fyrir á vellinum."

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Bestur í 14. umferð: Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur)
Bestur í 13. umferð: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Bestur í 12. umferð: Atli Arnarson (HK)
Bestur í 11. umferð: Kristinn Jónsson (KR)
Bestur í 10. umferð: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Bestur í 9. umferð: Tobias Thomsen (KR)
Bestur í 8. umferð: Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Bestur í 7. umferð: Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Bestur í 6. umferð: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Bestur í 5. umferð: Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 4. umferð: Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Bestur í 3. umferð: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Athugasemdir
banner
banner
banner