Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 30. júlí 2019 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 14. umferð: Man ekki eftir svona jafnri deild
Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur)
Guðmundur Andri Tryggvason.
Guðmundur Andri Tryggvason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var klárlega mjög mikilvægur sigur þar sem liðin í kring náðu í stig líka. Þessi sigur lyftir okkur úr fallsæti," sagði Guðmundur Andri Tryggvason leikmaður Víkings R. sem skoraði tvívegis í 3-2 sigri liðsins á Breiðablik í 14. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Guðmundur Andri er leikmaður 14. umferðar Pepsi Max-deildarinnar hjá Fótbolta.net.

Guðmundur Andri er kominn með fimm mörk í tíu leikjum með Víkingum í deildinni í sumar en hann kom til liðsins á láni frá norska félaginu Start eftir að tímabilið hófst. Hann segist vera ánægður með spilamennsku sína í sumar.

„Maður byrjaði kannski smá ryðgaður en í seinustu leikjum hef ég verið að finna mig," sagði besti leikmaður 14. umferðar í samtali við Fótbolta.net en hann er sonur markakóngsins, Tryggva Guðmundssonar. Sonurinn nefndi það í viðtali eftir leikinn í gær að Tryggvi væri duglegur að gefa sér góð ráð.

„Hann er klárlega einn af þeim sem ég lít upp til og ég fæ reglulega góð ráð frá honum sem hjálpa."

Hann segir að Pepsi Max-deildin hafi komið sér á óvart í sumar. „Hún hefur verið svolítið furðuleg og það geta greinilega allir unnið alla. Hver einasti sigur er því mjög mikilvægur. Ég man ekki eftir svona jafnri deild áður," sagði sóknarmaðurinn sem verður tvítugur seinna á árinu.

Hann hefur verið hjá norska félaginu Start undanfarin ár en fengið fá tækifæri. Hann segir því mikilvægt að fá mikilvægar mínútur með Víkingi í sumar.

„Það er geggjað að vera kominn heim og fá svona gott traust frá Arnari sem ég hef verið að nýta vel," sagði Guðmundur Andri sem fer Noregs aftur eftir tímabilið.

„Ég fer aftur út til Noregs og æfi með þeim á undirbúningstímabilinu. Síðan veit maður ekki hvað gerist."

En hvað ætlar Guðmundur Andri að gera um Verslunarmannahelgina? „Það er ekkert planað, en það verður allavega eitthvað skemmtilegt með þeim helstu," sagði Guðmundur Andri Tryggvason að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Bestur í 13. umferð: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Bestur í 12. umferð: Atli Arnarson (HK)
Bestur í 11. umferð: Kristinn Jónsson (KR)
Bestur í 10. umferð: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Bestur í 9. umferð: Tobias Thomsen (KR)
Bestur í 8. umferð: Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Bestur í 7. umferð: Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Bestur í 6. umferð: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Bestur í 5. umferð: Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 4. umferð: Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Bestur í 3. umferð: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner