Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 23. júlí 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 13. umferð: Tók smá tíma að átta okkur á því hversu góðir við erum
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Ásgeir Börkur hefur verið öflugur í liði HK í síðustu leikjum.
Ásgeir Börkur hefur verið öflugur í liði HK í síðustu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik í sumar.
Úr leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Bjarki Arnarson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Viktor Bjarki Arnarson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Börkur Ásgeirsson er leikmaður 13. umferðar í Pepsi Max-deildinni hjá Fótbolta.net en hann átti góðan dag á miðjunni í 2-0 sigrinum á FH í gærkvöldi.

Sjá einnig:
Lið 13. umferðar - Þrír HK-ingar

„Allir sigrar eru sætir, en jú að ná að landa þriðja sigrinum í röð var extra sætt," sagði Ásgeir Börkur við Fótbolta.net í dag en HK er eftir sigurinn fjórum stigum frá fallsvæðinu.

Síðara mark HK í gær kom úr eftir að Guðmann Þórisson braut á hinum Valgeiri Valgeirssyni. Ásgeir Börkur og Guðmann rifust eftir að spyrnan var dæmd. „Það var nú ekki merkilegt. Bara tveir fullorðnir menn með keppnisskap að ræða málin," sagði Ásgeir Börkur aðspurður út í atvikið.

„Á eiginlega enginn orð til að lýsa Valla"
Valgeir fiskaði vítaspyrnuna í gær eftir frábæran sprett en þessi 16 ára gamli leikmaður hefur vakið athygli í síðustu leikjum HK.

„Ég á eiginlega enginn orð til að lýsa Valla. Hann er ekki bara tæknilega frábær fótboltamaður heldur er hann líka með frábært viðhorf bæði innan og utan vallar. Ég gæti hrósað honum í allan dag en ég held að hann eigi eftir ná ansi langt. Tíminn leiðir það auðvitað í ljós en hann hefur allt til bruns að bera til að taka næsta skref og upplifa drauminn að verða atvinnumaður erlendis."

Vissi að hann myndi ekki labba inn í HK liðið
Ásgeir Börkur sjálfur spilað mjög vel að undanförnu eftir að hafa byrjað tímabilið á bekknum hjá HK.

„Ég vissi það fullvel að ég myndi ekkert labba inn í HK liðið. Ég kem inn í janúar og upplifði strax hversu góður og samstilltur hópurinn væri. Þegar þú kemur inn í umhverfi eins gott og HK umhverfið er þá ertu bara tilbúinn til að gera hvað sem er fyrir liðið hvort sem þú ert á bekknum eða inn á vellinum. Ég er auðvitað mikill keppnismaður og vill spila flesta leiki en Brynjar (Björn Gunnarsson) og Viktor (Bjarki Arnarson) héldu mér vel á tánum sem auðveldaði mér að koma inn og gera mitt besta fyrir liðið."

Ásgeir Börkur ákvað eftir síðasta tímabil að yfirgefa uppeldisfélag sitt Fylki. Hvernig hefur verið að spila með öðru liði í Pepsi Max-deildinni?

„Eins og ég segi, þá var bara kominn tímapunktur á mínum ferli til að skipta um umhverfi og upplifa nýtt ævintýri. HK tók mér opnum örmum og ég er gífurlega þakklátur að fá að vera í frábærum klúbbi og fá að spila fótbolta á hæsta leveli á Íslandi."

HK hefur unnið þrjá leiki í röð og þar af fjóra af síðustu fimm leikjum. Hver er lykillinn að þessu góða gengi?

„Við erum bara gott fótboltalið, vel drillaðir með gott leikplan. Það tók okkur kannski bara smá tíma að átta okkur á því hversu góðir við raunverulega erum. Byrjunin á mótinu að mínu mati var alls ekki slæm, vorum að spila vel en náðum bara ekki þau úrslit sem við vildum. Við erum að verða betur samstilltir með hverjum leiknum og vonandi náum við að halda áfram að bæta okkur og verða ennþá betri," sagði Ásgeir Börkur að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Bestur í 12. umferð: Atli Arnarson (HK)
Bestur í 11. umferð: Kristinn Jónsson (KR)
Bestur í 10. umferð: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Bestur í 9. umferð: Tobias Thomsen (KR)
Bestur í 8. umferð: Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Bestur í 7. umferð: Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Bestur í 6. umferð: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Bestur í 5. umferð: Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 4. umferð: Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Bestur í 3. umferð: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner