Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
„Þetta var hörkuleikur, þar sem við náðum fyrst og fremst að vera yfir í baráttunni. Þegar það gerist fylgir hitt oftast með. Síðan var rigning og norðanátt. Maður biður varla um betri aðstæður," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA aðspurður út í sigurinn á Stjörnunni í 16. umferð Pepsi Max-deildarinnar.
Hallgrímur Mar skoraði eitt og lagði upp annað í 4-2 sigri liðsins en Hallgrímur er leikmaður 16. umferðar.
Hallgrímur Mar skoraði eitt og lagði upp annað í 4-2 sigri liðsins en Hallgrímur er leikmaður 16. umferðar.
Líður vel í Vestmannaeyjum
„Þetta var alveg virkilega mikilvægur sigur í þessari baráttu sem við erum í ljósi þessi líka að öll liðin i kring virðast ekki geta tapað mörgun stigum. Vonandi að við getum náð að tengja einhverja sigra saman í framhaldinu," sagði Hallgrímur en KA mætir neðsta liði deildarinnar, ÍBV í Vestmannaeyjum í næstu umferð. Hallgrímur hefur alltaf líkað vel í Vestmannaeyjum bæði innan vallar og í brekkunni á Þjóðhátíð.
„Nú ertu laglega búinn að 'jinxa' þetta. Mér líður vel á eyjunni eins og flestum held ég," sagði Hallgrímur sem var spurður að því hvort það væru ekki vonbrigði að vera ekki enn búinn að fá innbyrðisleik milli ÍBV og KA um verslunarmannahelgi.
„Það væri gaman að fá leik um versló í Eyjum en ekkert sem maður er pælir serstaklega í. Það er líka gaman á vera áhorfandi á þessum leikjum," sagði Hallgrímur léttur í bragði.
Greifavöllurinn, heimavöllur KA á Akureyri hefur gefið liðinu 16 stig af þeim 19 sem liðið hefur fengið í sumar. Heimavöllur KA er næst besti heimavöllur landsins á eftir Meistaravelli, heimavelli efsta lið deildarinnar, KR.
Með næst besta heimavöllinn
KA stefndi á að skipta um heimavöll fyrir tímabilið og leika á gervigrasvelli sínum við KA-heimilið, það hinsvegar gekk ekki eftir.
„Okkur hefur yfirleitt gengið vel á Akureyrarvelli eða Greifavelli eins og hann heitir núna. En ég held að það hafi svosem sýnt sig í leiknum núna á móti Stjörnunni að grasið er kannski ekki alveg það besta. Síðan hafa aðstæður undanfarin ár ekki verið boðlegar í upphafi móts á þessum velli. Það er í raun hlægilegt að Akureyrarbær geti boðið uppá þetta hjá liði í efstu deild," sagði Hallgrímur og sendir þar með pillu á þá sem stjórna hjá Akureyrarbæ.
Sex umferðir eru eftir af Pepsi Max-deildinni þar sem KA á fjóra leiki gegn liðunum í botnbaráttunni. Hallgrímur segist vera bjartsýnn fyrir framhaldinu og segist hafa verið ánægður með spilamennsku sína meira hlutann af tímabilinu. Hann segist hinsvegar lítið pæla í því.
„Það skiptir mig nákvæmlega engu þegar liðið sem heild er ekki að ná stigum. Ég er partur af því og við verðum að gera meiri kröfur á okkur sem lið."
„Við höfum ekki verið að spila nógu vel sem lið allavega seinni hlutann sem af er móts. Það er vonandi að slípast saman aftur og við förum að taka fleiri stig," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður 16. umferðar í Pepsi Max-deildinni.
Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.
Sjá einnig:
Bestur í 15. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Bestur í 14. umferð: Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur)
Bestur í 13. umferð: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Bestur í 12. umferð: Atli Arnarson (HK)
Bestur í 11. umferð: Kristinn Jónsson (KR)
Bestur í 10. umferð: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Bestur í 9. umferð: Tobias Thomsen (KR)
Bestur í 8. umferð: Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Bestur í 7. umferð: Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Bestur í 6. umferð: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Bestur í 5. umferð: Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 4. umferð: Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Bestur í 3. umferð: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir