Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 30. ágúst 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Hallgrímur Mar spáir í 19. umferðina í Inkasso
Hallgrímur Mar spáir í 19. umferðina.
Hallgrímur Mar spáir í 19. umferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir fær Þrótt í heimsókn.
Fjölnir fær Þrótt í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Magni fær Gróttu í heimsókn.
Magni fær Gróttu í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
19. umferðin í Inkasso-deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Umferðin lýkur síðan á morgun með þremur leikjum.

Mikla spenna er á bæði toppi og botni deildarinnar en farið var vel yfir stöðuna í Inkasso-horninu í vikunni þegar sérfræðingar Fótbolta.net þeir Úlfur Blandon og Baldvin Már Borgarson fóru yfir stöðuna í deildinni.

Hilmar Árni Halldórsson leikmaður Stjörnunnar spáði tveimur leikjum rétt í 18. umferðinni en nú er komið að KA-manninum, Hallgrími Mar Steingrímssyni að spá í 19. umferðina.

Leiknir R 3 - 1 Haukar (18:00 í kvöld)
Leiknir taka þetta nokkuð þægilega held ég. Enginn Búi, engin úrslit. Geiri frændi setur jöfnunarmark fyrir Hauka áður en Leiknir komast í gang og rennir sér á hnjánum, það heppnast í þetta skiptið.

Fjölnir 2 - 0 Þróttur R. (18:00 í kvöld)
Minn maður Nkumu situr sennilega sem fastast á bekknum hjá Þrótti svo þeir eiga ekki breik. Albert Brynjar hefur verið að setjann meira á Twitter í sumar heldur enn inná vellinum. Hann kemst í gang í þessum leik og setur bæði mörk Fjölnismanna.

Fram 2 - 2 Víkingur Ólafsvík (18:00 í kvöld)
Það er eitthvað sem segir mer að þetta sé X. Gummi Magg er enn brjálaður úti “ekki stjórnina” hjá Fram og setur bæði í grillið á þeim.

Afturelding 1 - 0 Njarðvik (14:00 á morgun)
Afturelding vinnur þennan með marki á 90+ og fer langleiðina með að tryggja sæti í deildinni.

Keflavík 0-3 Þór (16:00 á morgun)
Þetta verður auðveldur dagur á skrifstofunni fyrir Þórsara. Spænskir dagar mæta aftur í Þorpið og það verður sitthvor spænska þrennan því Ignacio Gil Echevarria mun leggja upp öll þrjú mörkin á Alvaro Montejo Calleja.

Magni 1-0 Grótta (16:00 á morgun)
Ég er mikill aðdándi Gróttu og af öllu því sem þeir eru að gera en það verður óvæntur og ekki óvæntur Magna sigur þarna. Gróttumenn fara í fyrsta skiptið út fyrir borgarmörkin, til Grenivíkur og fá hálfgert sjokk og lenda snemma undir. Þeir munu hinsvegar jafna sig á sjokkinu í hálfleik og sækja vel. Það mun ekki nægja því Stubbur frændi er ekkert að grínast þessa dagana, ný snoðaður með sitt vígalega skegg og hann mun loka búrinu. Áki Sölva setur markið eftir stoðsendingu frá Frimma, eða Ólafi Aroni Frimpong Péturssyni eins og hann er stundum kallaður.

Sjá fyrri spámenn:
Úlfur Blandon (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Sindri Snær Magnússon (3 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (3 réttir)
Björgvin Stefánsson (3 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (2 réttir)
Gísli Eyjólfsson (2 réttir)
Starki á völlunum (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Hjálmar Örn Jóhannsson (2 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Doddi litli (1 réttur)
Alex Þór Hauksson (1 réttur)
Gunnar Þorsteinsson (1 réttur)
Hörður Ingi Gunnarsson (1 réttur)
Davíð Örn Atlason (1 réttur)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)
Athugasemdir
banner
banner