Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. september 2019 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Damir spáir í 20. umferðina í Inkasso
Damir Muminovic í leik með Blikum
Damir Muminovic í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er allt undir í toppbaráttunni í 20. umferð Inkasso-deildarinnar en Fjölnir og Grótta geta tryggt farseðilinn upp í Pepsi Max-deildina.

Topplið Fjölnis heimsækir Þór á sunnudaginn og seinna um kvöldið mætast Grótta og Afturelding.

Fjölnir er í efsta sæti með 38 stig og Grótta sæti neðar með 37 stig en í þriðja og fjórða sæti eru Þór og Leiknir R. með 33 stig.

Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, spáði í 19. umferð en hann var með þrjá rétta og nú er röðin komin að Damir Muminovic, leikmanni Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni.

Leiknir R. 3 - 0 Keflavík (17:30 í dag)
Mínir menn í Leikni taka þrjú stig og Sólon Breki setur fullkomna þrennu. Skalli,vinstri og hægri! Ég finn lykt af Pepsi max!

Haukar 0 - 0 Njarðvík (19:15 í dag)
Tvö leiðinleg lið og steindautt jafntefli.

Þróttur R. 3 - 3 Fram (20:00 á morgun)
Baráttan um Suðurlandsbrautina. Þetta verður skemmtilegur leikur,fullt af færum og mörkum. Ég set gott X a þetta 3-3.

Þór 2 - 1 Fjölnir (16:00 á morgun)
Erfitt að mæta Þór a heimavelli. Grjótharðir þar,þannig ég spái þeim sigri. Alvaro og Jóhann Helgi klára þetta.

Vikingur Ó 2 - 2 Magni (16:00 á morgun)
Magni tekur punkt a Ólafsvik. Það er bara þannig! Eg fyla þetta Magna lið og vona að þeir haldi ser uppi!

Grótta 4 - 0 Afturelding (19:15 á morgun)
Væri til i útisigur þarna fyrir hönd allra i Breiðholtinu. En sé það ekki gerast. Easy 3 punktar til Gróttu.

Sjá fyrri spámenn:
Úlfur Blandon (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (3 réttir)
Sindri Snær Magnússon (3 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (3 réttir)
Björgvin Stefánsson (3 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (2 réttir)
Gísli Eyjólfsson (2 réttir)
Starki á völlunum (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Hjálmar Örn Jóhannsson (2 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Doddi litli (1 réttur)
Alex Þór Hauksson (1 réttur)
Gunnar Þorsteinsson (1 réttur)
Hörður Ingi Gunnarsson (1 réttur)
Davíð Örn Atlason (1 réttur)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner