Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. október 2019 20:40
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Birkir Bjarna bestur
Icelandair
Birkir Bjarnason var stórkostlegur á miðjunni.
Birkir Bjarnason var stórkostlegur á miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason með boltann.
Arnór Ingvi Traustason með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði naumlega 1-0 gegn heimsmeisturum Frakka á Laugardalsvelli í kvöld. Olivier Giroud skoraði eina markið úr vítaspyrnu. Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net af Laugardalsvelli.



Hannes Þór Halldórsson 8
Átti flottan dag á milli stanganna. Varði sérstaklega vel frá Ben Yedder í síðari hálfleiknum.

Guðlaugur Victor Pálsson 6
Komst ágætlega frá sínu í fyrsta leik í hægri bakverði. Lenti þó í smá brasi þegar Lucas Digne kom upp völlinn úr vinstri bakverðinum.

Kári Árnason 7
Öflug frammistaða hja Kára í hjarta varnarinnar.

Ragnar Sigurðsson 6
Fastur fyrir að venju. Fékk gult spjald í fyrri hálfleiknum.

Ari Freyr Skúlason 5
Fékk á sig vítaspyrnu á klaufalegan hátt og hefur oft spilað betur.

Arnór Ingvi Traustason 6 ('81)
Skilaði varnarhluverkinu vel en náði lítið að sýna fram á við.

Rúnar Már Sigurjónsson 7 ('72)
Drífandi á miðjunni. Stýrði mönnum vel og lét hressilega til sín taka.

Birkir Bjarnason 8 - Maður leiksins
Var frábær á miðjunni í kvöld. Ekki að sjá að hann sé án félags. Reyndar hlýtur sú staða að breytast eftir kvöldið. Birkir ætti að eiga von á mörgum samningstilboðum.

Jóhann Berg Guðmundsson ('15)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Gylfi Þór Sigurðsson 7
Öflug frammistaða hjá Gylfa. Sýndi mikil gæði sín af og til í leiknum.

Kolbeinn Sigþórsson 8
Ótrúlega drjúgur í baráttu við varnarmenn Frakka efst á vellinum. Vann fjölmarga skallabolta og tók mikið til sín.

Varamenn:

Jón Daði Böðvarsson 6 ('15)
Sama og hjá Arnóri Ingva á hinum kantinum. Orkan fór í varnarleikinn og hann kláraði að hlutverk vel.

Alfreð Finnbogason ('73)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Arnór Sigurðsson ('84)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner