Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 01. desember 2019 20:15
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Rodgers: Hef elskað hverja mínútu hér
Það gengur vel hjá Rodgers og Leicester.
Það gengur vel hjá Rodgers og Leicester.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers stýrði lærisveinum sínum í Leicester City til sigurs í kvöld þegar Everton kom í heimsókn, sigurinn var dramatískur þar sem sigurmarkið kom á síðustu sekúndum leiksins.

Leicester City hefur verið að spila frábærlega á tímabilinu og er sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Brendan Rodgers tók við Leicester í byrjun þessa árs og hefur verið að vinna frábært starf. Hann hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá Arsenal eftir að Unai Emery var rekinn en hann segist hins vegar vera mjög ánægður hjá Leicester.

„Ég er algjörlega einbeittur á Leicester, þeir hafa komið mjög vel fram við mig. Það er gríðarlega stór áskorun framundan að reyna klára tímabilið í einu af efstu sex sætunum. Ég get sagt það að ég hef elskað hverja mínútu frá því að ég kom hingað."

„Það er margt spennandi á döfinni sem mig hlakkar til að takast á við. Ég er mjög ánægður hjá Leicester og hugur minn er þar," sagði Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner