Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 01. febrúar 2021 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Willum: Hvort vill leikmaður spila á lokamóti eða sitja upp í stúku?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson, leikmaður Bate, var til viðtals hjá Fótbolti.net í dag. Ein spurning var tekin út fyrir sviga. Sú spurning tengdist næsta landsleikjaglugga en Willum var valinn í A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi í nóvember, þar sem hann gat því miður ekki leikið vegna meiðsla.

Í kjölfarið vaknar spurningin hvort Willum verði í A-landsliðinu í undankeppni fyrir HM 2022 eða í hópnum hjá U21 sem leikur í lokakeppni EM á sama tíma.

Willum er lykilmaður í U21 landsliðinu og skoraði þrjú mörk í undankeppninni. Hann á að baki einn A-landsleik til þessa. Willum var spurður út í komandi landsleikjaglugga:

Setjum upp smá sviðsmynd. Ef þú fengir spurninguna frá Arnari Þór Viðarssyni [A-landsliðsþjálfara]: Þú færð að velja Willum A) að fara í lokakeppnina með U21 eða B) vera í hópnum í A-landsliðinu í fyrstu þremur leikjunum í undankeppni fyrir HM. – Hvort myndiru velja?

„A-landsliðið er mikill heiður og væri geggjað að vera valinn í A-liðið en það fer bara eftir spilatíma," sagði Willum.

„Hvort vill leikmaður spila 3x 90 mín á lokamóti eða sitja upp í stúku og spila kannski lítið sem ekkert?" bætti Willum við.

Viðtalið í heild sinni:
„Heppinn að vera akkúrat á eina staðnum í heiminum þar sem spilaður var fótbolti"
Athugasemdir
banner
banner
banner