Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 01. apríl 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Gamla markið: George Weah hljóp upp allan völlinn
Mynd: Getty Images
Í fótboltalausa tímabilinu er um að gera að rifja upp gamalt og gott mark.

Í dag er komið að marki sem George Weah skoraði gegn Verona árið 1996.

Weah, sem var á sínum tíma besti knattspyrnumaður í heimi, fékk boltann í eigin vítateig eftir hornspyrnu Verona.

Hann tók á rás og lék vörn Verona grátt áður en hann skoraði eftir sprett upp allan völlinn.

Hér að neðan má sjá myndband af markinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner