Heimild: Fotbollskanalen.se
Simon Tibbling gekk til liðs við Fram í síðasta mánuði en þessi þrítugi Svíi hefur átt mjög áhugaverðan feril.
Hann er uppalinn hjá Djurgården og spilaði þrjú tímabil með aðalliðinu áður en hann var seldur til Groningen í Hollandi þar sem hann vann hollenska bikarinn.
Einnig lék hann með Bröndby, þar sem hann varð danskur bikarmeistari, ásamt því að hafa leikið með Emmen, Randers og nú síðast Sarpsborg í Noregi.
Þá var hann hluti af U21 árs landsliði Svía sem vann Evrópumótið árið 2015 og leikið einn A-landsleik.
Hann er uppalinn hjá Djurgården og spilaði þrjú tímabil með aðalliðinu áður en hann var seldur til Groningen í Hollandi þar sem hann vann hollenska bikarinn.
Einnig lék hann með Bröndby, þar sem hann varð danskur bikarmeistari, ásamt því að hafa leikið með Emmen, Randers og nú síðast Sarpsborg í Noregi.
Þá var hann hluti af U21 árs landsliði Svía sem vann Evrópumótið árið 2015 og leikið einn A-landsleik.
Tibbling ræddi við sænska miðilinn Fotbollskanalen um félagaskiptin til Fram.
„Þetta er spennandi, þetta verður nýtt ævintýri. Ég er búinn að græja allt, íbúð, bíl og fleira. Ég hef æft og spilað æfingaleik," sagði Tibbling.
Tibbling átti við meiðslavandræði að stríða á síðustu leiktíð og hlakkar til að komast almennilega af stað með Fram. Hann gekk til liðs við félagið í æfingaverð í Marbella.
„Maður er mjög spenntur fyrir því að spila fótbolta, það sem maður elskar mest. Síðasta ár var erfitt og nú er ég mjög ánægður að spila aftur og fyrir nýju ævintýri á Íslandi. Ný deild, nýr fótbolti, leikir og æfingar. Ég er fullur tilhlökkunnar," sagði Tibbling.
„Ég vil að mér líði vel, spila fótbolta allt tímabilið aftur, hjálpa liðinu og mig langar að sýna hversu góður ég er."
Athugasemdir