Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   mið 01. október 2025 08:34
Elvar Geir Magnússon
Sparkaði boltanum í áhorfanda og fékk rautt
Mynd: EPA
Chris Wilder, stjóri Sheffield United, fékk rautt spjald í hálfleik þegar lið hans tapaði 1-2 gegn Southampton í Championship-deildinni í gær.

Wilder var pirraður eftir vítadóm í lok fyrri hálfleiksins og sparkaði í bolta þegar hann var á leið inn í klefa í hálfleik. Boltinn hafnaði í stuðningsmanni Sheffield United.

Wilder fór beint upp í stúku og baðst afsökunar en dómarinn Adam Herczeg gaf honum rauða spjaldið. Atvikið má sjá hér að neðan.

Sheffield United hefur tapað sjö af fyrstu átta deildarleikjum sínum á tímabilinu og tapað öllum heimaleikjunum.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 11 7 4 0 31 8 +23 25
2 Middlesbrough 11 7 3 1 15 7 +8 24
3 Millwall 11 6 2 3 13 13 0 20
4 Bristol City 11 5 4 2 19 11 +8 19
5 Charlton Athletic 11 5 3 3 13 9 +4 18
6 Stoke City 11 5 3 3 12 8 +4 18
7 Hull City 11 5 3 3 19 19 0 18
8 QPR 11 5 3 3 15 16 -1 18
9 Leicester 11 4 5 2 15 11 +4 17
10 West Brom 11 5 2 4 12 13 -1 17
11 Preston NE 11 4 4 3 12 10 +2 16
12 Watford 11 4 3 4 13 13 0 15
13 Birmingham 11 4 3 4 11 14 -3 15
14 Ipswich Town 10 3 4 3 16 13 +3 13
15 Wrexham 11 3 4 4 15 16 -1 13
16 Swansea 11 3 4 4 10 11 -1 13
17 Portsmouth 11 3 4 4 10 12 -2 13
18 Southampton 11 2 6 3 12 15 -3 12
19 Derby County 11 2 5 4 12 16 -4 11
20 Oxford United 11 2 3 6 11 14 -3 9
21 Sheffield Utd 11 3 0 8 7 17 -10 9
22 Norwich 11 2 2 7 11 16 -5 8
23 Blackburn 10 2 1 7 8 16 -8 7
24 Sheff Wed 11 1 3 7 9 23 -14 6
Athugasemdir
banner