Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   mið 01. október 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man City spurðist fyrir um Kounde í sumar
Mynd: EPA
Manchester City hafði áhuga á að fá Jules Kounde, leikmann Barcelona, í sumar. Deco, yfirmaður fótboltamála hjá spænska félaginu, staðfesti þetta í viðtali hjá spænska miðlinum Mundo Deportivo.

Man City spurðist fyrir um franska varnarmanninn en Barcelona vildi alls ekki selja hann og því fóru viðræðurnar ekki lengra.

Þessi 26 ára gamli Frakki framlengdi samning sinn við Barcelona til ársins 2030 í sumar.

Barcelona keypti Kounde frá Sevilla fyrir 55 milljónir evra fyrir þremur árum og hefur hann spilað lykilhlutverk, sem miðvörður og í hægri bakverði.
Athugasemdir
banner