Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
   þri 30. september 2025 21:03
Brynjar Óli Ágústsson
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns, þjálfari Þrótt
Óli Kristjáns, þjálfari Þrótt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinning er bara góð, hörku leikur. Aðstæður voru rok og rigning, en stelpurnar tóku því vel,'' Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þrótt eftir 3-2 sigur gegn Breiðablik í 2. umferð efri hluta Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  2 Breiðablik

„Við vorum undir í fyrri hálfleik en skorum mjög gott mark þegar við aðeins slökuðum á og náðum að setja saman sókn. En í seinni hálfleik þá var þetta karakter,''

Þróttur voru einu marki yfir eftir fyrri hálfleik. Óli var spurður út í stemninguna í klefanum í hálfleik.

„Hún var góð. Það voru nokkur atriði sem við þurftum að laga. Mér fannst vera dálítið panikk þegar við vorum að reyna koma boltanum upp völlinn. Mér fannst við ganga aðeins betur í seinni hálfleik og svo var ofboðslega gott að hafa Kaylu og Sierru upp á topp sem unnu mjög vel,''

Með sigri hér hefði Breiðarblik geta tryggt sér Íslandsmeistara titilinn.

„Nei þetta snerist ekkert um það. Þetta snerist bara um að við fengum þrjú stig. Það er búið að setja þetta rosalega mikið upp hvort að við séum að eyðileggja eitthvað partý. Það snýst um að Þróttur fá þrjú stig og komist ofar í töflunni.''

Óli var spurður út í tímabilið í ár hjá Þrótt.

„Ef þú horfir á allt tímabilið þá er það búið að vera virkilega gott. Það kom kafli eftir EM hléið sem að við aðeins fórum niður, en það voru ýmsar skíringar á því. Mér finnst sýna styrk að liðið kemur til baka og tveir seinustu leikur voru hörku leikir,''

Það voru tíðindi um helgina þegar Óli var kynntur sem aðstoðarþjálfari kvennalandslið Íslands.

„Ég er ekki farinn frá borði. Ég verð að melta það hvernig ég fer frá borði. Þróttur er búið að setjast í hjartað á mér og stelpurnar líka. Það verður eflaust væmið þegar seinasti leikur er spilaður.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner