Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   þri 30. september 2025 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigdís Eva áfram í sænska bikarnum
Kvenaboltinn
Sigdís Eva í leik með Víkingi í fyrra
Sigdís Eva í leik með Víkingi í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigdís Eva Bárðardóttir spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði síðan í desember í fyrra þegar Norrköping lagði Örebro í forkeppni sænska bikarsins í dag.

Leiknum lauk með 4-1 sigri Norrköping en sigurinn tryggði liðinu sæti í bikarkeppninni á næsta ári.

Sigdís hefur verið að kljást við meiðsli en hún var síðast í byrjunarliði í leik með U19 landsliði Íslands í undankeppni EM í desember.

Hún hefur komið við sögu í sex leikjum í deildinni á þessari leiktíð þar sem liðið er í 6. sæti með 34 stig eftir 20 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner