City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Leoni búinn í aðgerð og bjartsýnn á framhaldið
Leoni í sjúkrarúminu.
Leoni í sjúkrarúminu.
Mynd: Giovanni Leoni
Mynd: EPA
Ítalski miðvörðurinn Giovanni Leoni gekkst undir aðgerð á hné í gær eftir að hafa slitið krossband í fyrsta leik sínum með Liverpool á dögunum.

Leoni, sem er 18 ára gamall, lék sinn fyrsta leik með Liverpool í 2-1 sigri á Southampton í enska deildabikarnum í síðustu viku aðeins mánuði eftir að hafa gengið í raðir félagsins frá Parma.

Hann átti frábæran leik í vörninni og var öruggur í öllum sínum aðgerðum, en undir lok leiksins lenti hann illa eftir viðskipti sín við sóknarmann Southampton.

Ítalinn var borinn af velli og sýndu niðurstöður úr rannsóknum að hann væri með slitið krossband.

Leoni fór undir hnífinn í gær og heppnaðist sú aðgerð vel, en nú tekur við langt og strangt endurhæfingaferli, en það er mjög mismunandi hvað menn eru lengi frá. Sex mánuðir í það minnsta en getur líka verið allt að eitt ár.

„Aðgerðinni er lokið. Takk fyrir öll skilaboðin. Sjáumst bráðlega,“ sagði Leoni á Instagram.

Liverpool-liðið er heldur þunnskipað í vörninni. Það er með þá Ibrahima Konate og Virgil van Dijk, en Joe Gomez er eini hreinræktaði varnarmaðurinn sem kemur til greina í stað þeirra.

Ef allt fer á versta veg mun Liverpool nota annað hvort Wataru Endo eða Ryan Gravenberch til að leysa af í vörninni fram að janúarglugganum.
Athugasemdir
banner