Nóel Atli Arnórsson var í byrjunarliði Álaborgar þegar liðið vann Koge 2-1 í næst efstu deild í Danmörku í kvöld.
Liðið tapaði gegn toppliði Lyngby í síðustu umferð. Liðinu hefur gengið illa að finna stöðugleika undanfarið en liðið hefur unnið fjóra og tapað fjórum leikjum í síðustu átta umferðum.
Liðið tapaði gegn toppliði Lyngby í síðustu umferð. Liðinu hefur gengið illa að finna stöðugleika undanfarið en liðið hefur unnið fjóra og tapað fjórum leikjum í síðustu átta umferðum.
Liðið er í 5. sæti með 17 stig en þetta var fyrsti leikurinn í 12. umferð.
Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Al-Gharafa sem tapaði 1-0 gegn Al-Khor í bikarnum í Katar. Al-Gharafa er með eitt stig eftir þrjár umferðir. Aron hefur ekkert spilað í bikarnum á tímabilinu.
Athugasemdir