Morgan Gibbs-White virtist á förum til Tottenham frá Nottingham Forest í sumar, Tottenham virkjaði riftunarákvæði í samningi enska landsliðsmannsins en hann skrifaði undir nýjan samning við Forest áður en hann gat farið í læknisskoðun hjá Tottenham, og varð því áfram hjá Forest.
Miðjumaðurinn, sem er algjör lykilmaður hjá Forest, upplifði skrítna daga í sumar og ræddi aðeins um þá á fréttamannafundi í dag fyrir leik Notingham Forest í Evrópudeildinni gegn FC Midtjylland á morgun.
Miðjumaðurinn, sem er algjör lykilmaður hjá Forest, upplifði skrítna daga í sumar og ræddi aðeins um þá á fréttamannafundi í dag fyrir leik Notingham Forest í Evrópudeildinni gegn FC Midtjylland á morgun.
„Virkilega mikið stress þessa daga í sumar fyrir mig og mína fjölskyldu. Það voru margir hlutir sem gerðust bakvið tjöldin í mínu persónulega lífi og það var erfitt að einbeita sér að fótoltanum," segir Gibbs-White.
„Í raunveruleikanum er fjölskyldan allt og þú verður að setja hana í fyrsta sætið. Það er ákvörðunin sem ég tók, að vera hjá eiginkonu minni og nýfæddum syni. Það er það sem gerðist í sumar," bætti hann við.
Athugasemdir