Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
FH búið að ráða þjálfara - Nokkrar ástæður fyrir breytingunum
Rætt við Davíð Þór Viðarsson.
Rætt við Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta er sigursælasti þjálfari FH og ég held að hann sé alveg örugglega sigursælasti þjálfari íslenska boltans'
'Þetta er sigursælasti þjálfari FH og ég held að hann sé alveg örugglega sigursælasti þjálfari íslenska boltans'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég horfi á þetta sem val um að sækja eitthvað nýtt í okkar leið að þróast sem félag, frekar en að hafna Heimi'
'Ég horfi á þetta sem val um að sækja eitthvað nýtt í okkar leið að þróast sem félag, frekar en að hafna Heimi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hann á ekkert nema mikla virðingu og þakkir skildar fyrir störf sín'
'Hann á ekkert nema mikla virðingu og þakkir skildar fyrir störf sín'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry á Samsungvellinum, en hann var ekki á Samsungvellinum í síðasta mánuði.
Kjartan Henry á Samsungvellinum, en hann var ekki á Samsungvellinum í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Okkur finnst 25,7 ár vera of hár meðalaldur'
'Okkur finnst 25,7 ár vera of hár meðalaldur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta snýst ekki um úrslitin'
'Þetta snýst ekki um úrslitin'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Heimir er einhver stærsti karakter sem hefur verið viðloðinn Fimleikafélagið og mér finnst fullkomlega eðlilegt að menn séu gagnrýnir á þetta'
'Heimir er einhver stærsti karakter sem hefur verið viðloðinn Fimleikafélagið og mér finnst fullkomlega eðlilegt að menn séu gagnrýnir á þetta'
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH tilkynnti í gær að ekki yrði endursamið við Heimi Guðjónsson sem þjálfara karlaliðsins. Fótbolti.net ræddi í dag við Davíð Þór Viðarsson sem er yfirmaður fótboltamála hjá FH og staðfestir hann að búið sé að ráða nýjan þjálfara, en vill ekki gefa upp hver það er.

Heimir er að klára sitt þriðja tímabil eftir endurkomu í FH. Í öll þrjú skiptin endaði liðið í efri hluta deildarinnar, eftir að hafa verið í mikilli fallhættu 2025.

„Þetta er ákvörðun sem var tekin og tilkynnt í gær, við áttum spjall við Heimi og vorum búnir að fara yfir þetta með stjórninni. Þetta er það sem við teljum réttast fyrir fótboltadeildina," segir Davíð.

Nýtt blóð og tölfræði
En af hverju vill stjórnin fara í breytingar?

„Ákvörðunin er tekin með hliðsjón að heildarstefnu og markmiðum félagsins. Þetta er stór ákvörðun og ég skil mjög vel að á henni séu sterkar skoðanir. Heimir kom inn eftir 2022 sem var mikið vonbrigðatímabil hjá okkur. Hann skapaði stöðugleika og er búinn að koma okkur nálægt því að vera berjast á toppnum í íslenskum fótbolta."

„Þetta þriggja ára tímabil hefur innihaldið sterk úrslit og stöðugleika. Hann hefur auðvitað markað mjög djúp spor í sögu okkar. Hann á ekkert nema mikla virðingu og þakkir skildar fyrir störf sín, bæði þessi þrjú ár sem hann var hérna núna, 2023-25, og ekki síst þessi 17-18 ár sem hann var hérna áður, fyrst sem leikmaður, svo aðstoðarþjálfari og loks þjálfari."

„Markmiðið okkar fyrir tímabilið var topp sex, við náðum því. Þetta snýst ekki um úrslitin, þetta snýst um að við erum að innleiða nýja stefnu hjá félaginu og þetta snýst aðeins um að tölfræðin okkar hefur kannski ekki alveg verið að þróast í rétt átt. Því var metið að það væri rétt skref að skipta um aðalþjálfara."


Hvaða tölfræði?

„Það eru ákveðnir tölfræðiþættir, sendingatölfræði t.d. sendingar framávið, pressutölur (PPDA) og fleiri þættir sem við viljum horfa í. Og aldur liðsins, við erum með þriðja yngsta liðið í deildinni, en við viljum færa það ennþá neðar. Okkur finnst 25,7 ár vera of hár meðalaldur. Það sem meira er að okkur finnst við þurfa að koma fleiri leikmönnum sem eru 19 ára og yngri inn í hlutverk, að þeir fái fleiri mínútur. Við erum alltof lágir þar."

„Við erum með metnaðarfull langtímamarkmið bæði innan vallar og utan .Við erum að leitast eftir því að taka næsta skref í okkar þróun sem félag. Það var því ákveðið að við myndum gera breytingar."


Það hefur ekki verið samtal við Heimi hvort hann væri klár í að yngja liðið, og annars færuð þið í breytingar?

„Við erum búnir að yngja liðið, árið 2022 vorum við elsta liðið í deildinni þannig liðið hefur alveg klárlega verið yngt. Blaður um að Heimir Guðjónsson spili ekki ungum leikmönnum, það er ekki rétt, hann hefur klárlega gert það og tekið vel í það."

„En það sem við teljum er að þegar ný stefna er innleidd þá sé betra að fá inn einhvern nýjan aðila inn í verkefnið. Okkur finnst núna vera réttur tími til þess."


Erfið ákvörðun
Skynjaði Davíð einhver vonbrigði hjá Heimi að fá ekki að halda áfram með liðið?

„Við áttum bara mjög gott spjall, hann sýndi enn og aftur hversu heill hann er og góður karakter. Þú þarft að ræða það við hann hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum eða ekki, en þetta spjall var mjög gott og ég hef ekkert nema gott um Heimi að segja."

„Ég er náttúrulega búinn að þekkja hann frá því ég var 16 ára og kom inn í meistaraflokkinn árið 2000, var ekki einu sinni búinn að fá teinana sem ég fékk síðan ári seinna. Hann hjálpaði mér gríðarlega á mínum leikmannaferli, fyrst sem samherji og síðar sem þjálfari."

„Það er alltaf erfitt að taka svona spjall, en þetta var eins gott og það getur orðið."

„Að sjálfsögðu var þetta erfið ákvörðun. Þetta er sigursælasti þjálfari FH og ég held að hann sé alveg örugglega sigursælasti þjálfari íslenska boltans. Það er alltaf áhætta sem þú tekur þegar þú skiptir um þjálfara, en ég horfi á þetta sem val um að sækja eitthvað nýtt í okkar leið að þróast sem félag, frekar en að hafna Heimi."


Viðbrögðin og gagnrýnin eðlileg
Ákvörðun stjórnar vakti hörð viðbrögð hjá stuðningsmönnum FH, þeir eru sumir hverjir ekkert alltof sáttir með niðurstöðuna. Bjóstu við þessum viðbrögðum?

„Já, ég bjóst við þeim. Heimir er einhver stærsti karakter sem hefur verið viðloðinn Fimleikafélagið og mér finnst fullkomlega eðlilegt að menn séu gagnrýnir á þetta. Það er eitthvað sem maður þarf að takast á við. Það er okkar sem eru í þessari ákvörðunartöku að vinna að því að sýna að þetta sé rétt skref fyrir félagið, það er ekkert flóknara en það. Það er alls ekkert óeðlilegt að það séu margir sem séu ósáttir við þetta og ég ætla ekki að agnúast út í þá."

Var ekki hægt að tilkynna Heimi þetta fyrr?

„Maður þarf alltaf að taka ákvörðunina áður en maður tilkynnir hana. Það var ekki búið að taka ákvörðunina 100% áður en við töluðum við Heimi í gær."

Nýr þjálfari tilkynntur fyrir lok október
Eru einhver nöfn á blaði?

„Það er búið að ráða nýjan þjálfara. Við munum tilkynna hann fyrir lok mánaðar. Ég vil ekki segja meira að svo stöddu."

Ólafur Ingi Skúlason, Jóhannes Karl Guðjónsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Davíð Smári Lamude og Sigurvin Ólafsson hafa verið orðaðir við starfið að undanförnu.

„Eins og staðan er núna erum við að setja fulla einbeitingu á að reyna klára þetta Íslandsmót eins sterkt og við mögulega getum. Heimir var klárlega tilbúinn í það verkefni og hann mun leggja mjög mikið í það."

„Svo þegar komið er að því, þá munum við tilkynna nýjan þjálfara."


Löngu ákveðið að Kjartan yrði ekki með gegn Stjörnunni
Mun sá þjálfari fá inn nýtt teymi, sitt teymi, eða verður aðstoðarþjálfarinn Kjartan Henry Finnbogason áfram?

„Það er eitthvað sem á eftir að ákveða. Það munu einhver samtöl eiga sér stað á næstu dögum og vikum."

Það var gagnrýnt að Kjartan Henry hefði ekki verið á bekknum á móti Stjörnunni, hafi verið erlendis. Hefur þú tekið eftir þeirri gagnrýni?

„Það var bara löngu ákveðið og ákveðið í sátt og samlyndi við menn, engin vandamál með það."

Er sjálfur ekki á leiðinni aftur í teymið
Að lokum, það hefur verið slúðrað um að þú gætir komið inn í þjálfarateymi FH. Er möguleiki á því?

„Nei, það verður enginn í þjálfarateymi FH með Viðarsson sem eftirnafn. Ég útiloka okkur alla bræðurna og alla Viðarssyni þarna úti," sagði Davíð á léttu nótunum.
Athugasemdir
banner