Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
banner
   fim 02. október 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin í dag - Palace byrjar á útivelli
Mynd: EPA
Sambandsdeild Evrópu fer af stað í kvöld með heillri umferð en ensku bikarmeistararnir í Crystal Palace byrja á útivelli gegn Dynamo Kiev.

Fjórir Íslendingar spila í Sambandsdeildinni í ár (fyrir utan þá sem leika með Blikum).

Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina fá Olomouc í heimsókn á meðan Gísli Gottskálk Þórðarson og hans menn í Lec Poznan mæta Rapid Vín.

Guðmundur Þórarinsson, sem leikur með Noah í Armeníu, mætir Rijeka frá Króatíu og þá verður Logi Tómasson væntanlega í eldlínunni er Samsunspor spilar við Legia Varsjá.

Kjartan Már Kjartansson er þá á mála hjá Aberdeen í Skotlandi en liðið tekur á móti úkraínska stórveldinu Shakhtar.

Crystal Palace, sem hefur farið taplaust í gegnum byrjun tímabilsins, heimsækir Dynamo Kiev, en leikurinn fer auðvitað ekki fram í Úkraínu vegna stríðs við Rússland. Í staðinn er leikurinn spilaður í Lublin í Póllandi.

Leikir dagsins:
16:45 Zrinjski - Lincoln
16:45 Omonia - Mainz
16:45 Lech - Rapid
16:45 Jagiellonia - Hamrun Spartans
16:45 Dynamo K. - Crystal Palace
16:45 KuPS - Drita FC
16:45 Noah - Rijeka
16:45 Vallecano - Shkendija
16:45 Lausanne - Breiðablik
19:00 Shelbourne - Hacken
19:00 Aberdeen - Shakhtar D
19:00 Legia - Samsunspor
19:00 Fiorentina - Olomouc
19:00 Rakow - Universitatea Craiova
19:00 AEK Larnaca - AZ
19:00 Celje - AEK
19:00 Sparta Prag - Shamrock
19:00 Slovan - Strasbourg
Sambandsdeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner