Hákon Arnar Haraldsson skoraði eina mark leiksins í sigri Lille gegn Roma í Evrópudeildinni í dag.
Berke Özer, markvörður Lille, stal hins vegar senunni þar sem hann varði þrjár vítaspyrnur. Roma fékk hins vegar bara eina vítaspyrnu en þurfti að taka hana þrisvar.
Artem Dovbyk steig á punktinn í tvígang, fyrst fór varnarmaður Lille of snemma inn í teiginn og svo fór Özer af línunni. Matias Soule fór á punktinn í þriðju tilraun en Özer varði einnig frá honum.
Berke Özer, markvörður Lille, stal hins vegar senunni þar sem hann varði þrjár vítaspyrnur. Roma fékk hins vegar bara eina vítaspyrnu en þurfti að taka hana þrisvar.
Artem Dovbyk steig á punktinn í tvígang, fyrst fór varnarmaður Lille of snemma inn í teiginn og svo fór Özer af línunni. Matias Soule fór á punktinn í þriðju tilraun en Özer varði einnig frá honum.
Gian Piero Gasperini, stjóri Roma, trúði ekki sínum eigin augum.
„Ég trúi þessu ekki, þetta er sjaldgæf sjón. Ég hef aldrei séð þrjú vítaklúður í röð. Svona er þetta, viðverðum að taka það jákvæða og bæta það neikvæða," sagði Gasperini.
„Við fengum snemma á okkur og erfiðleikarnir spruttu upp í kjölfarið. Við gerðum fleiri tæknileg mistök en venjulega, að hluta til vegna Lille sem barði á okkur, eins og við gerðum gegn þeim án þess að nýta það almennnilega."
Athugasemdir