City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 21:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Forest að gefast upp á Postecoglou - „Ekkert kemur mér á óvart"
Mynd: EPA
Ange Postecoglou byrjar mjög illa sem stjóri Nottingham Forest en liðið tapaði gegn danska liðinu Midjylland í Evrópudeildinni í kvöld.

Postecoglou hefur stýrt Forest í sex leikjum og er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum.

Elías Rafn Ólafsson var í markinu hjá Midtjylland sem vann leikinn 3-2. Valdemar Byskov skoraði þriðja mark Midtjylland áður en Chris Wood klóraði í bakkann með marki úr vítaspyrnu.

Eftir mark Byskov sungu stuðningsmenn Forest 'Þú verður rekinn á morgun' og margir yfirgáfu völlinn.

„Ég heyrði þetta, þetta eru stuðningsmenn, þeir vilja sjá liðið sitt vinna og þeir eiga rétt á sinni skoðun. Það kemur mér ekkert á óvert lengur í fótbolta," sagði Postecoglou.


Athugasemdir
banner