Jose Mourinho sneri á sinn gamla heimavöll þegar Benfica tapaði naumlega gegn Chelsea á Stamford Bridge í Meistaradeildinni í gær.
Hann tók við sem stjóri Benfica fyrir tveimur vikum síðan en liðið hefur nælt í sjö stig úr fyrstu þremur leikjunum undir hans stjórn í portúgölsku deildinni.
Hann tók við sem stjóri Benfica fyrir tveimur vikum síðan en liðið hefur nælt í sjö stig úr fyrstu þremur leikjunum undir hans stjórn í portúgölsku deildinni.
„Við höfum spilað fjóra leiki með tvo daga í hvíld á milli. Ég hef ekki verið með æfingu, bara endurheimt á billi, það er enginn tími fyrir æfingar," sagði Mourinho.
„Lið breyta um þjálfara á miðju tímabili því það gengur ekki vel. Komandi inn í þennan leik, tap er alltaf tap. Þetta getur verið byrjunin fyrir þá, þetta var stöðug frammistaða. Við hefðum getað komist héðan með jafntefli og það hefði verið jákvætt."
Athugasemdir