Fyrsti leikur Breiðabliks af sex í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar fer fram í Sviss á morgun klukkan 16:45. Blikar mæta þá Lausanne-Sport en félagið hefur verið í eigu breska auðkýfingsins Sir Jim Ratcliffe síðan 2017.
Ratcliffe á einnig franska félagið Nice og hlut í Manchester United. Talað er um hann sem Íslandsvin enda er hann einn stærsti landeigandi Íslands.
Ratcliffe á einnig franska félagið Nice og hlut í Manchester United. Talað er um hann sem Íslandsvin enda er hann einn stærsti landeigandi Íslands.
Lausanne að ströggla heima
Breiðablik hefur ekki unnið deildarleik á Íslandi síðan 19. júlí en mótherjarnir á morgun hafa líka verið í vandræðum heima fyrir. Lausanne hefur farið illa af stað í svissnesku deildinni og er næstneðst. Liðið missti lykilmenn eftir síðasta tímabil og þjálfarinn tók við Basel.
Lausanne er þó miklu sigurstranglegri í veðbönkum og er Epicbet til dæmis með stuðulinn 1,40 á sigur heimamanna og 6,72 á Breiðablikssigur. Lausanne er sögufrægt félag í Sviss og hefur sjö sinnum orðið svissneskur meistari en síðasti titill kom 1965.
Liðið hefur verið að jójóa talsvert mikið milli efstu deildarinnar og B-deildarinnar en kom á óvart með því að vera meðal efstu liða á síðasta tímabili og komast í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Slógu út Besiktas og Solskjær var rekinn
Þjóðverjinn Peter Zeidler tók við Lausanne í sumar og þrátt fyrir brasið í deildinni heima tókst liðinu að slá út tyrkneska liðið Besiktas í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Lausanne vann í Tyrklandi og vann einvígið samtals 2-1. Ole Gunnar Solskjær var þá stjóri Besiktas en var látinn taka pokann sinn eftir þessi úrslit.
Lausanne tekur því þátt í Sambandsdeildinni í fyrsta sinn og er búið að selja 7 þúsund miða á leikinn gegn Breiðabliki. Hann verður spilaður á Stade de la Tuilière sem tekur 12.500 áhorfendur. Þetta er huggulegur leikvangur sem var vígður í lok árs 2020.
Andstæðingar Breiðabliks í Sambandsdeildinni:
2. okt: Lausanne-Sport (úti)
23. okt: KuPS (heima)
6. nóv: Shakhtar Donetsk (úti)
27. nóv: Samsunspor (heima)
11. des: Shamrock Rovers (heima)
18. des: Strasbourg (úti)
Athugasemdir