Evrópumeistarar Paris Saint-Germain komu sér í sögubækurnar með 2-1 sigri á Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld.
Goncalo Ramos skoraði sigurmark PSG undir lok leiks eftir frábæra sendingu frá Achraf Hakimi.
Leikurinn var spilaður á Ólympíuleikvanginum í Barcelona og er þetta í annað sinn í röð sem PSG tekst að vinna Barcelona á þeim velli.
Alls hefur PSG unnið þrjá útisigra í röð á Barcelona. PSG vann Barcelona 4-1 á Nou Camp árið 2021 og síðan með sömu markatölu á Ólympíuleikvanginum í apríl á síðasta ári.
PSG skráði sig í sögubækurnar með sigrinum í kvöld og varð fyrsta liðið til að vinna þrjá útisigra í röð gegn Barcelona í Evrópukeppni.
Magnað afrek hjá Evrópumeisturunum sem eru með tvo sigra af tveimur mögulegum í Meistaradeildinni á þessu tímabili en Barcelona aðeins þrjú stig.
3 - PSG has become the first team to win three consecutive away matches against FC Barcelona in the history of major European competitions. Nightmare. pic.twitter.com/EF6ZynBDwH
— OptaJose (@OptaJose) October 1, 2025
Athugasemdir