Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 15:54
Elvar Geir Magnússon
Evrópukeppni unglingaliða: KA fer til Grikklands - Sjáðu sigurmarkið
Valdimar Logi Sævarsson.
Valdimar Logi Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 1 - 0 Jelgava (Samtals: 3-2)
1-0 Þórir Hrafn Ellertsson ('27 )
Lestu um leikinn

Unglingalið KA er komið áfram í aðra umferð í Evrópukeppni unglingaliða en liðið vann 1-0 sigur á Jelgava frá Lettlandi á Akureyri í dag. Fyrri viðureignin endaði 2-2.

Þórir Hrafn Ellertsson skoraði sigurmarkið í dag en það má sjá hér fyrir neðan.

„KA menn eru komnir yfir!! Valdimar með frábæra aukaspyrnu en boltinn fer í samskeytin og Þórir ræðst á boltann og skorar á opið markið," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í textalýsingu frá leiknum.

Gestirnir komust nálægt því að jafna á 84. mínútu.

„ÞARNA SLUPPU KA MENN! Marks Kristapsons sleppur í gegn en sem betur fer fyrir KA menn rennir hann boltanum framhjá markinu! Algjört dauðafæri!" sagði í textalýsingunni.

KA mun mæta PAOK frá Grikklandi í næstu umferð en áætlaðir leikdagar eru 22. október og 5. nóvember.


Athugasemdir
banner
banner