Marco Bizot, markvörður Aston Villa, átti frábæran leik þegar Aston Villa vann Feyenoord í Evrópudeildinni í kvöld.
Feyenoord var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og fékk góð færi í seinni hálfleik en Bizot var óstöðvandi og var maður leiksins.
Hann kom óvænt inn í byrjunarliðið rétt fyrir leik þar sem Emi Martinez meiddist í upphitun.
Feyenoord var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og fékk góð færi í seinni hálfleik en Bizot var óstöðvandi og var maður leiksins.
Hann kom óvænt inn í byrjunarliðið rétt fyrir leik þar sem Emi Martinez meiddist í upphitun.
„Hann átti stórkostlegan leik, hann er frábær einstaklingur og markvörður og hann samþykkir hlutverkið sitt. Hann leysti hlutverkið í kvöld stórkostlega," sagði Unai Emery.
„Markmannsþjálfarinn sagði að Martinez væri á leiðinni inn í klefa svo ég þurfti að gera mitt og hita upp og vera klár, það er það sem ég gerði. Ég er ánægður aðég gat hjálpað liðinu, ég geri allt sem ég get," sagði Bizot.
Athugasemdir