Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   þri 30. september 2025 16:09
Elvar Geir Magnússon
Tveir markvarðaþjálfarar og einn markvörður í banni
Haraldur Björnsson er kominn í tveggja leikja bann.
Haraldur Björnsson er kominn í tveggja leikja bann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áhugavert er að í næstu umferð Bestu deildar karla verða þrír aðilar í banni; tveir markvarðaþjálfarar og einn markvörður. Þeir fengu allir að líta rauða spjaldið í síðustu umferð.

Haraldur Björnsson, markvarðaþjálfari Breiðabliks, fer í tveggja leikja bann en hann fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu þegar hann lét óánægju sína í ljós við dómarana í 1-1 jafntefli gegn FH.

Jamie Brassington, markvarðaþjálfari KR, var óhress með dómarana og fékk rautt þegar Vesturbæjarliðið tapaði gegn ÍA og endaði umferðina á botni deildarinnar.

Þá verður markvörður FH, Mathias Rosenörn, í banni í leik gegn Víkingi í Fossvoginum á sunnudagskvöld. Daði Freyr Arnarsson varamarkvörður verður því í rammanum.

laugardagur 4. október

Besta-deild karla - Efri hluti
20:00 Valur-Stjarnan (N1-völlurinn Hlíðarenda)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 KR-Afturelding (Meistaravellir)
14:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 5. október

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Breiðablik-Fram (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 KA-Vestri (Greifavöllurinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 24 14 6 4 52 - 30 +22 48
2.    Valur 24 12 5 7 54 - 38 +16 41
3.    Stjarnan 24 12 5 7 45 - 38 +7 41
4.    Breiðablik 24 9 9 6 39 - 37 +2 36
5.    FH 24 8 8 8 42 - 36 +6 32
6.    Fram 24 9 5 10 35 - 33 +2 32
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 24 9 6 9 30 - 29 +1 33
2.    KA 24 9 5 10 35 - 44 -9 32
3.    ÍA 24 9 1 14 33 - 45 -12 28
4.    Vestri 24 8 3 13 23 - 37 -14 27
5.    Afturelding 24 6 7 11 33 - 42 -9 25
6.    KR 24 6 6 12 46 - 58 -12 24
Athugasemdir
banner
banner