
Albert Guðmundsson meiddist gegn Aserbaídsjan og missti af leiknum gegn Frakklandi í síðasta glugga en hann var mættur aftur á völlinn með Fiorentina um helgina.
Albert er í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi leiki og þar er einnig Brynjólfur Willumsson sem hefur verið að glíma við meiðsli.
Albert er í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi leiki og þar er einnig Brynjólfur Willumsson sem hefur verið að glíma við meiðsli.
„Ég held að þeir séu alveg 100% klárir. Albert spilaði með sínu félagsliði um helgina og Binni er byrjaður að æfa á fullu með sínu liði," sagði Arnar á fréttamannafundi í dag.
Albert spilaði í 74 mínútur í markalausu jafntefli Fiorentina gegn Pisa um síðustu helgi en Fiorentina er án sigurs eftir fimm umferðir.
„Alberts var sárt saknað á móti Frökkum. Það hefur ekki verið að ganga sérstaklega vel hjá hans félagsliði en það er oft þannig að leikmenn taka það ekki með sér þegar þeir koma inn í hópinn. Það er eins og ferskir vindar og nýtt líf komi inn."
„Ég ætlast til mikils af Alberti og Binni kom sterkur inn í síðasta glugga. Sama hvort hann sé markahæstur í Hollandi eða ekki þá vantar aldrei sjálfstraustið í þennan pilt."
Ísland mætir Úkraínu á föstudaginn í næstu viku og svo Frakklandi á mánudeginum þar á eftir. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli og uppselt á þá. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 |
2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 |
3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 |
4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 |
Athugasemdir